16. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Augnástartangó

Augnástartangó

Neisti, veistu hvað neisti er?

Er kertið brennur niður,
Sit ég hér einmana, spyr mig spurninga.

Hugsa um stundirnar, samræðurnar, forvitnina, brosin, augun, freknurnar, röddina, forvitnina.
Hvíta sjalið sem Marilyn Monroe,
spékopparnir sem Audrey Hepburn,
sakleysi barnsins, kynhvöt rósarinnar.

Varirnar kyssulegar, tveir rósrauðir speglar með mentolbragði, stinnir speglar. Speglar sem minna á melónur, jarðaber eða eitthvað safaríkara en allt það sem safaríkt er. Tungan sleikir varirnar og dropinn drýpur, í vatninu hann flýtur og speglast þar andlit rósarinnar, ástarinnar, fegurðarinnar, andlitið þitt. Þú stendur þar fyrir framan vaskinn, lítur í vatnið, og hugsar um....

Er kertið brennur sit ég hér, einmana, hugsa um spennurnar sem ég týndi smám saman úr hárinu, spennur yfir allt rúm sem vísbendingar liðinnar nætur, þarna lékum við okkur, fram eftir, og töluðum, töluðum , töluðum um allt milli himins og jarðar, engin feimni frá fyrstu stundu. Er hún sú rétta? Það hlýtur að vera ég hef ekki fundið þessa tilfinningu í nokkur ár, nú er ég sáttur, ánægður og hamingjusamur.

Augun sem spurningamerki? Stórt spurningarmerki sem enginn veit svarið við ekki einu sinni hún sjálf. Augun dansa um loftið eins og tangó. Leikur sér að manni með tilfinningaþrungnum og erótískum takti. Tæling, spenna, neisti. Horfðu á mig, þau gera það en dansa síðan nokkur spor, til að gera mig ringlaðan, æstur í að fá að vita meira, sjá augun en þau eru sífellt á hreyfingu. Ég verð að veiða þau, eins og lunda, háfa þau í gullna háfinn minn, þá eru þau mín. Og þó, það er gaman ef þau fá að dansa sinn dans, tangó, og stíga aldrei feilspor, en tæla þó marga dansfélaga að dansparinu, en það er ég sem er dansfélaginn, það er, ég segi ég brosandi, er ég horfi á kertið brenna niður, hérna einmana ég sit og hugsa um augnástartangó.

Eldurinn er hættulegur og það er æskan einnig. Á ég að fara varlega, leyfa henni að synda ein í sjónum og njóta allra fiskanna sem gefa henni auga. Eða á ég að synda með henni, svo langt í burtu, við getum þó synt á sama tíma í sitt hvorum löndunum. Langt frá hvoru öðru, öndum bara á sama tíma og dönsum ímyndunarbjörgusund. Verst að sundvörðurinn hendir okkur líklega upp úr löginni þegar hann sér þig syndandi eina með bros á vör og lætur teyma þig án þess að vera teymd á sama tíma er mér hent upp úr óþægilegri klórlaug í Lundúnarborg fyrir dónaskap, í ímyndunarástarbjörgusundi.

Spékopparnir, svo sérstakir, hvaða vöðvi er það sem togar kinnarnar inn. Býr til holu á andlitið, er það eilífðar ást rósarinnar. Eða bara óeðlileg hamingjusemi, ég lít á myndaalbúm og sé að öll fjölskyldan er með þessa spékoppa, ef til vill er þetta hamingjusamasta fjölskylda Íslands. Alltaf brosandi, en hvenær er brosið ekta, alltaf? Líklega, ég hef fundið mjög hamingjusama stúlku á hinu þunglynda Íslandi. Kannski eru vöðvarnir sem toga kinnarnar inn uppsöfnuð tár sem aldrei streyma niður kinnarnar. Tárin toga í brosið og brosið tjáir gleði á sama tíma og tárin uppfyllast. Mig langar að kafa dýpra í spékoppunum, sleikja þá, kyssa þá, stinga mér í þá eins og að stinga mér í djúpu laugina, en ef til vill má aðeins einn synda í þessari laug og það ert þú.

Kertið brennur. Og einmana drengur fantaserar fyrir framan tölvuskjáinn, spyr spurninga, en vill þó ekki fá svör vegna þess að hann hefur gaman af því að synda meðfram sundfélaganum, dansa augnástarsambandstangó, og spegla sig ímentolsmurnum vörum.

Neisti veistu hvað neisti er, ekki ást, heldur byrjunarstig ástar, ekki stingur í maganum heldur fiðringur í öllum líkamanum. Neisti, ég veit hvað neisti er. Skyldi hún vita það? Skiptir það máli? Svo lengi sem ég finn fyrir neistanum og brenn allur að innan, villtu brenna með mér, en þó án þess að fuðra upp?
Neisti, þetta er neisti!

Ég sit hér og kertið brennur, hlusta á sellótónlist og horfi á vaxið leka niður rautt kertið, af einhverjum ástæðum er vaxið hvítt, sem snjókorn en snjókornið er þó aðeins myndlíking fyrir eitthvað sem er mun dónalegra, nei ef til vill er sæði ekki dónalegt. Vaxið lekur meðfram kertinu og storknar svo á kertastjakanum, þetta er kynlíf kertsins. Hvað er kynlíf án neista? Ég þekki það 47, en flestar án neista. Barnalegur leikur sem fullorðnir leika, en kynlífið okkar kallast ekki kynlíf, líklega ekki njóta ásta vegna þess að það er klysjukennt jafnvel klysjukenndara og plebbalegra en rólóauglýsingar, dömubindnaauglýsingar eða I love Dominos Pizza auglýsingar. Kynlífið okkar heitir ekki heldur kynlíf líklega er það bara neistun. Eigum við að senda frá okkur neista í nótt? Við látum okkur dreyma um neistun á ströndinni, í loftbelg, í sundlaug, upp á fjalli eða í sveitasælunni í hlöðunni. En líklega er það best hjá okkur í rúminu, því á ströndinni klístrast sandurinn við kynfærin og krabbi bítur þig í rassinn, í loftbelgnum brennur gasið bakið á mér, í sundinu festumst við saman vegna þrýstings og þurfum að fara neiðarlega á slysó, á fjallinu er svo kalt og maður frosnar á rassinum og í hlöðunni stingast stráin og skera lærin eða beljan kemur og pissar yfir okkur. Já neistunin okkar er líklega best í góða rúminu mínu sem ég hef bara á Íslandi.

Kertið brennur niður, sem lífið að líða, það er enn í efri partinum, það er ungt og á mikið vax eftir. Við erum ung og þurfum að leika okkur, ég er líka ungur, svo erum við líka bæði brosandi sem yngir okkur enn meira. Þessir þrír mánuðir liðu svo hratt, næstu þrír mánuðir líða enn hraðar. Og þá mun ég aftur fá að dansa með þér augnástartangó, synda björgunarsund með félaga og senda frá mér neista og stökkva og sökkva mér ofan í spékoppana og synda í tára flóðinu. Tárin eru ekki sorgartár heldur gleði tár , ástarinnar, ég synd í rósarblöðum með sundkappanum sem ert þú.

Neisti, þetta er neisti, eigum við að dansa augnástartangó?


Svanurinn
1980 -Ljóð eftir Svaninn

Lífið er lag
Betlarinn
Neisti
Rasisti
Laufblað
Vinur
Tístarneisti
Svanurinn lækkar flugið
heimþrá
Gullbarnið
einmana
Dögg
Mengun
fyrrverandi?
hver er svanurinn?
Heimsendir
eilífðin (2002-07-21)
Er ég drep þig!
Bruni
Model framtíðarinnar
Tár
uppreisn gen hinu hefbundna máli
Án þín
Örveruheimur
Kennslustund
þunglyndi
Svefn
Kerti-líf
ég vil stríð!
Sónar
Kvöld
Hale Bob
Tilfinningar
Samviskubit
Millistig
Lag rósarinnar.
örljóð
hún
hugdetta
Bókarormur
Primrose Hill
þú kvalarfulla ást
Biblían
Nattsol
Rósarblöð
Gáta
Er ég persóna?
Flatey
Krossfestingin
Augnástartangó
Alvarleiki
vinir
Leikrit
LOVE
Óður til hafsins
Lífsinsgangur
Lifandi
Ég elska þig
Herra Skuggi og herra Gluggi
Lífið er taktur
Lífið er ljóð
samfarir
Sú skáeygða
Dimmalimm
Gæti veruleikinn verið draumur?
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
kvöldroðinn á ágústkvöldi
Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég á að brosa
kannski


[ Til baka í leit ]